Rúna Tómasar

Rúna rekur meðferðarstofuna Runas Terapi @my house of healing á Skåne í Svíþjóð og í Om Setrinu á Íslandi og rak hún áður nuddstofuna Hús Heilunnar í Om Setrinu.
 
Rúna byrjaði feril sinn með Reiki heilunnar námskeiði hjá Sólbjörtu í Ljósheimum 2009 og hefur sífellt verið að bæta við og þróast síðan. Ástríða hennar er að auka við þekkingu sína, þróast og víkka sjóndeildarhringinn, kenna öðrum og hjálpa fólki á allann þann hátt sem mögulega í hennar valdi stendur.
 
Námsferill Rúnu er fremur víðfeðmur og er hún lærður:
• KarunaReiki® Master Holy Fire II
• Life Coach Holistic þjálfari (markþjálfi)
• Engla heilari
• Golden ray angel healer kennari
• Transformation meditation kennari
• Kristalla heilari
• Hugræn atferlismeðferðar aðili
• Mindfullness leiðbeinandi
• Sorgar meðferðar ráðgjafi
• Svæða og viðbragðsmeðferðarfræðingur
• Andlegur/medial vegleiðari og þjálfari
• Faglegur andlegur leiðbeinandi
• Sjúkraliði
Er nú á fullu í Shaman námi.
Ekki er allt upptalið en auk alls þess heldur Rúna áfram að auka á og dýpka þekkingu sína sem leiðir til sífelldrar þróunnar í starfi. Ýmislegt kemur til að bætast í sarpin á komandi ári.
 
Dæmi um þjónustu sem Rúna býður uppá 
• Námskeið í  Reiki Heilun samkvæmt Usui/Holy Fire sem er háþróuð japönsk orku meðferð (tegund heilunnar)
• Life coaching Holistic/ markþjálfun með eða án andlegrar/medial vegleiðslu.
• Runas terapi, þar notast hún við alla sína þekkingu s.s sorgar meðferð, hugræna atferlismeðferð, mindfullness, hugleiðslu, reiki, markþjálfun o.s.frv.
• Heilunarnudd
• Svæðanudd
• Heilun, heilunar hugleiðslur og upplifanir
• Reiki meðferðir
• Andleg/medial vegleiðsla gegnum síma/messenger eða í eigin persónu. Viðskiptavinurinn fær einnig skriflega miðlun eftir samtalið
• Shaman
 
Skilaboð til þín frá Rúnu
Það er mér sönn ánægja að fá að hjálpa þér og leiðbeina á hvern þann hátt sem þú þarfnast og ég er fær um.
Hlakka til að deila með þér og kenna þér allt sem ég get boðið þér uppá. 
Mundu að þú ert stórfengleg mannvera, sál og andi og þér eru allir vegir færir!
Þú þarft bara að trúa og treysta og gjafir lífsins munu skolast að fótum þér líkt og dýrmætar perlur sem eru aðeins þér ætlaðar.
 
Kærleiks og heilunar kveðjur 
Rúna
 
Last modified on Wednesday, 15 May 2019 08:47
padding-top:0px