Gróa Björk Hjörleifsdóttir

Ég starfa sem grunnskóla- og smíðakennari í Reykjanesbæ.  Ég lærði jógakennarann hjá Drífu Atladóttir í Jógastúdíóinu í Reykjavík. Einnig náði ég mér í menntun sem krakka jógakennari hjá Little Flower Yoga Kids frá New York í þeirri von að geta innleitt núvitund og jóga í grunnskólum og þar með hjálpað börnum að vinna úr kvíða og stressi.  Ég kynntist jóga hjá Bryndísi Kjartansdóttur, miklum gleðigjafa og góðum kennara, og ég féll alveg fyrir jóga hjá henni. Ég iðkaði jóga hjá henni í mörg ár þar til ég ákvað að skella mér í jógakennarann til að læra meira. 
 
Ég er lærður Hatha og Vinyasa jógakennari. Hatha er mjúkt og rólegt jóga, Vinyasa krefst meiri styrks og þols en bæði kerfin snúast um að tengja líkama, sál og hug saman. Að stunda jóga hefur bætt líf mitt að svo mörgu leiti. Vonandi næ ég að hjálpa öðrum að upplifa það sama.
 
Last modified on Thursday, 02 August 2018 19:05
padding-top:0px