Guðrún Hálfdánardóttir

Ég ber andlega nafnið Hari Dev Kaur. 

Útskrifaðist sem kundalini jóga kennari árið 2014 og hef kennt jóga í jógastöðinni Andartaki og verið með jóga námskeið í nuddstöðinni Chakra í Kópavogi og víðar. 

Ég hef lokið tveimur framhaldsnámskeiðum í kundalini jóga og er eigandi fyrirtækisins Eilífðarsólar ehf. sem sérhæfir sig í jógaferðum og jóganámskeiðum.  Farnar hafa verið jógaferðir til Ítalíu með hópa frá árinu 2015 sem hafa mælst vel fyrir.

Ég heillaðist af hljómum og mætti gongsins og hef sótt fimm námskeið í gongspilun; hið fyrsta árið 2015 hjá Siri Gobal Singh, þrjú árið 2017 hjá Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur og Charlotte Bom og eitt hjá gongsnillingnum Mehtab Benton í Bandaríkjunum í mars 2018. Ég hef spilað á gong fyrir hópa frá árinu 2017, á Suðurnesjum og í Reykjavík.

Last modified on Tuesday, 17 April 2018 08:53
padding-top:0px