Margrét Ósk Einarsdóttir

Ég er 50 ára yogadís og fjallageit.  Ég lærði Smart flow yoga árið 2016 í San Francisco hjá Annie Carpenter, en hún er kölluð "The teacher of the teachers".  Smart flow er nútímaleg nálgun í yoga sem á rætur í Ashtanga yoga.  Ég kenni Ashtanga, vinyasa flow (jógaflæði).  Ashtanga er kraftmikið og líkamlega krefjandi jóga þar sem lögð áhersla á flæði, öndun og einbeitingu.  Tímarnir eru kröftugir og reyna á alla þætti líkamans.  Markmiðið er að auka liðleikann og efla stoðkerfið og virkja alla líkamasstarfsemina.  Yoga veitir okkur tækifæri að stíga út úr huganum og leita inná við í hjarta okkar.  Þættir sem byggjast á yoga eru öndun (pranyama) yogastöður (asana) einbeiting (dharana) hugleiðsla (dhyana) slökun og möntrur.

Ég kynntist jóga fyrir 10 árum þegar ég var í jógahópi hjá Bryndísi Kjartansdóttur með frábærum konum í 10 ár.  Þetta var frábært tímabil og Bryndís veitti mér innblástur í jóga. 

 

 

Last modified on Tuesday, 31 July 2018 19:26
padding-top:0px