Kamilla Ingibergsdóttir

Kamilla Ingibergsdóttir býður upp á slakandi og endurnærandi kakóhugleiðslur.  KakóRó þar sem hugleiðsla, öndunaræfingar, tónlist og hjartaopnandi kakó frá Guatemala spila stórt hlutverk.  Einnig er hún með KaKó nidra tíma þegar sem kakóið og jógasvefn samtvinnast.  Ásamt því að bjóða uppá KaKó vinyasta tíma þar sem jóga og kókóið vinnur saman.  Tímar fyrir einkahópa eru í boði.
 
Kamilla Ingibergsdóttir er yogakennari RYT200, Reiki I og II heilari og hefur stundað yoga og hugleiðslu um árabil. Hún kynntist kakóinu frá Guatemala fyrst 2016 og hefur síðan farið fjórum sinnum til kakólands til að kynna sér krafta kakóplöntunnar betur og skipuleggur nú endurnærandi ferðir til San Marcos við Atitlan-vatnið. Kamilla hefur notað kakóið til að efla andlega og líkamlega heilsu, dýpka hugleiðslu og yogaiðkun en það hefur reynst henni dásamlegur hjálpari í gegnum ýmis verkefni í lífinu.
 
Kakóið sem Kamilla vinnur með er svokallað “ceremonial grade” kakó og er sannkölluð súperfæða. Hreint kakó inniheldur mesta magn magnesíum og andoxunarefna nokkurrar plöntu, er mjög góður náttúrulegur orkugjafi og ástardrykkur. Það inniheldur phenylethylamine (PEA), efni sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. PEA skerpir líka fókus og athygli. Anandamide, sem einnig er þekkt sem "the bliss chemical", er endorfín sem mannslíkaminn framleiðir til dæmis eftir líkamsrækt og hefur aðeins fundist í einni plöntu – Cacao Theobroma. Kakó inniheldur auk þess króm, theobromine, manganese, sink, kopar, járn, C vítamín, omega 6 fitusýrur og tryptophan svo eitthvað sé nefnt af þeim 1000 efnum sem kakóið inniheldur. Kakó ýtir undir framleiðslu á gleðiboðefninu sérótónín og lækkar streituhormónið kortisól.
Fjölmargar rannsóknir sem gerðar hafa verið, meðal annars við Yale og Oxford, staðfesta virkni kakóbaunarinnar og stöðu hennar sem heilsusamleg og heilsueflandi fæða.
Í menningu Maya fólksins í Mið-Ameríku hefur kakó og kakóplantan gegnt veigamiklu hlutverki í árþúsundir og hlotið nafnbótina fæða guðanna. Rekja má kakódrykkju 3800 ár aftur í tímann og því tími til kominn að þessi dásemdardrykkur rati til Íslands.
 
Kakóið frá Dalileo Chocolat kemur beint frá bónda, án milliliða, og er ræktað í Polochic dalnum í norðurhluta Guatemala. Kakóplantan vex í skugganum í regnskógum Guatemala og notast er við umhverfisvænar ræktunaraðferðir, með tilliti til orkusparnaðar, sjálfbærni og skógræktar.
 

Fésbókarsíða KaKó með Kamillu

 

Last modified on Saturday, 28 July 2018 20:36
More in this category: « Zeljka Margrét Ósk Einarsdóttir »
padding-top:0px