Friday, 26 April 2013 16:33

Jóga Nidra

er forn jógaástundun sem hefur notið vaxandi vinsælda í hinum vestræna heimi á liðnum árum. Í Jóga Nidra losum við um streitu og spennu sem fylgir auknu álagi, hraða og annríki nútímamannsins.

Nidra þýðir svefn en ólíkt svefni er Jóga Nidra meðvituð, djúp slökun, mætti líka kalla liggjandi hugleiðsla. Þú ert leidd/ur inn í djúpt slökunarástand þar sem engin streita býr og fullkomin eining ríkir. Þessi djúpa slökun hjálpar okkur að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið okkur niður í daglegu lífi. Sreita er undirliggjandi orsakaþáttur í mörgum sjúkdómum t.d. svefnleysi, bólgur og verkir, höfuðverkur, of hár blóðþrýstingur, ofnæmi, exem og margt fleira.

Jóga Nidra er ein af mörgum aðferðum til að vakna til vitundar.

Heimasíða Kamini Desai /  Kaminis webpage:

http://www.kaminidesai.com/

padding-top:0px