Tuesday, 26 March 2019 19:02

Nálastungur

Meðhöndlun med nálum getur reynst hjálpleg við margskonar verkjum og veikindum á borð við: Astma, ofnæmi, maga og ristil kvillum, hitaköst og fleira tengt breytingaraldri, svefnleysi, mígreni og margt fleira.
 
Markmið meðhöndlunar er að minnka verki og fá líkamann í jafnvægi.
 
Ég lauk 4 ára námi i kínverskum lækningum við Neijing skólann i Noregi 2016, og hef starfað við það síðan.  Meðhöndlun med nálum getur reynst hjálpleg við margskonar verkjum og veikindum á borð við: Astma, ofnæmi, maga og ristil kvillum, hitaköst og fleira tengt breytingaraldri, svefnleysi, mígreni og margt fleira.
 
Þegar kúnni kemur til mín í fyrsta skipti þá hefur reynst best að gefa meðhöndlun þrjá daga í röð en fyrsta skipti tekur þá 45 min síðan 30 min eftir það.  Það er þó í boði að koma einungis í stakan 30 min tíma.
 
Markmið meðhöndlunar er að minnka verki og fá líkamann í jafnvægi.
 
Fyrirspurnir eða tímapantanir í gegnum facebook, tölfupóst eða síma:
ATH! þetta númer er í Noregi: 00 47 902 07 126
 

Verðskrá

Meðferð 3 dagar í röð kr 15.000-
Stakar 30 min kr 5.500-
 

Ég vil þakka góð ummæli:

Ég var búin að vera með verk í eitt og hálft ár eftir að hafa hlotið áverka á fyrsta og öðrum hálslið.  Þegar þetta var ekkert að lagast þá ákvað ég að fara til læknis og skoða hvað ég gæti gert í von um að fá bata, þá sagði læknirinn mér að ég ætti bara að hreyfa mig meira.  Það vildi svo til að ég nefndi þennan verk við Jón og eftir aðeins einn tíma.  Þá hvarf verkurinn og hef ekki fundið síðan fyrir verk í hálsi.  Vá hvað ég er glöð.  Kærar þakkir fyrir mig.

Rúna rekur meðferðarstofuna Runas Terapi @my house of healing á Skåne í Svíþjóð og í Om Setrinu á Íslandi og rak hún áður nuddstofuna Hús Heilunnar í Om Setrinu.
 
Rúna byrjaði feril sinn með Reiki heilunnar námskeiði hjá Sólbjörtu í Ljósheimum 2009 og hefur sífellt verið að bæta við og þróast síðan. Ástríða hennar er að auka við þekkingu sína, þróast og víkka sjóndeildarhringinn, kenna öðrum og hjálpa fólki á allann þann hátt sem mögulega í hennar valdi stendur.
 
Námsferill Rúnu er fremur víðfeðmur og er hún lærður:
• KarunaReiki® Master Holy Fire II
• Life Coach Holistic þjálfari (markþjálfi)
• Engla heilari
• Golden ray angel healer kennari
• Transformation meditation kennari
• Kristalla heilari
• Hugræn atferlismeðferðar aðili
• Mindfullness leiðbeinandi
• Sorgar meðferðar ráðgjafi
• Svæða og viðbragðsmeðferðarfræðingur
• Andlegur/medial vegleiðari og þjálfari
• Faglegur andlegur leiðbeinandi
• Sjúkraliði
Er nú á fullu í Shaman námi.
Ekki er allt upptalið en auk alls þess heldur Rúna áfram að auka á og dýpka þekkingu sína sem leiðir til sífelldrar þróunnar í starfi. Ýmislegt kemur til að bætast í sarpin á komandi ári.
 
Dæmi um þjónustu sem Rúna býður uppá 
• Námskeið í  Reiki Heilun samkvæmt Usui/Holy Fire sem er háþróuð japönsk orku meðferð (tegund heilunnar)
• Life coaching Holistic/ markþjálfun með eða án andlegrar/medial vegleiðslu.
• Runas terapi, þar notast hún við alla sína þekkingu s.s sorgar meðferð, hugræna atferlismeðferð, mindfullness, hugleiðslu, reiki, markþjálfun o.s.frv.
• Heilunarnudd
• Svæðanudd
• Heilun, heilunar hugleiðslur og upplifanir
• Reiki meðferðir
• Andleg/medial vegleiðsla gegnum síma/messenger eða í eigin persónu. Viðskiptavinurinn fær einnig skriflega miðlun eftir samtalið
• Shaman
 
Skilaboð til þín frá Rúnu
Það er mér sönn ánægja að fá að hjálpa þér og leiðbeina á hvern þann hátt sem þú þarfnast og ég er fær um.
Hlakka til að deila með þér og kenna þér allt sem ég get boðið þér uppá. 
Mundu að þú ert stórfengleg mannvera, sál og andi og þér eru allir vegir færir!
Þú þarft bara að trúa og treysta og gjafir lífsins munu skolast að fótum þér líkt og dýrmætar perlur sem eru aðeins þér ætlaðar.
 
Kærleiks og heilunar kveðjur 
Rúna
 
Ragna rekur Snyrtistofu Rögnu í om setrinu og býður uppá hinar ýmsu meðferðir.  Hægt er að hafa samband við Rögnu í gegnum fésbókarsíðu hennar eða í síma: 823-5067
Birna útskrifaðist sem Reikimeistari 5. apríl 2014 frá Heilunarskóla Sigrúnu Gunnarsdóttur.
 2. sept. 2017 útskrifast hún svo sem OPJ þerapisti hjá Guðnýju Þóreyju Stefnisdóttur. 
 OPJ er skammstöfun fyrir OrkuPunktaJöfnun. 
 Að vinna með þetta tvennt saman finnst henni alveg yndislegt.
 
 
Hvað er OPJ?
 
OPJ byggist á því að virkja orkuna með því að koma af stað eðlilegu flæði á milli orkupunktana sem líkaminn er þakinn af eða 349 orku punktar. 
 
OPJ er mjög beinskeitt og árangursrík meðferð þar sem árangur kemur strax eða í minnsta mjög fljótlega í ljós eftir að meðferð hefur verið beitt.
 
OPJ virkar mjög vel inn á stoðkerfi líkamans, bólgnir vefir og laskaðir liðir virðast jafna sig ótrúlega hratt eftir opj meðferð.
 
OPJ fer inn á allt í líkama og huga okkar.
T.d meltingu (niðurbrot á fæðu) ofnæmi, átsýki, anorexiu, sykurfíkn og aðrar fíknir.
 
OPJ getur hjálpað til við kyndeifð bæði hjá konum og körlum t.d risvandamál, getur hjálpað óbyrjum að verða barnshafandi. 
 
OPJ  hjálpar með magnleysi í fótum, fótapirring, orkuleysi og ofvirkni. 
 
Eitt af því eftirtektaverðasta við OPJ tæknina er hversu öflug hún er inná stoðkerfi líkamans, bólgnir vefir og laskaðir liðir virðast jafna sig ótrúlega hratt eftir meðferð, vöðvabólga sem áhrærir flesta ef ekki alla einhverntíma á lífsleiðinni, virðist hopa við meðferð, stundum alveg, er það einkar athyglisvert þegar um er að ræða áralangar bólgur sem hafa valdið jafnvel breytingu á lífsgæðum fólks og heft það til vinnu, stundum til lengri tíma.
 
Kær kveðja :
Birna O. Björndsóttir
OPJ þerapisti og Reikimeistari.
 
 
Ég starfa sem grunnskóla- og smíðakennari í Reykjanesbæ.  Ég lærði jógakennarann hjá Drífu Atladóttir í Jógastúdíóinu í Reykjavík. Einnig náði ég mér í menntun sem krakka jógakennari hjá Little Flower Yoga Kids frá New York í þeirri von að geta innleitt núvitund og jóga í grunnskólum og þar með hjálpað börnum að vinna úr kvíða og stressi.  Ég kynntist jóga hjá Bryndísi Kjartansdóttur, miklum gleðigjafa og góðum kennara, og ég féll alveg fyrir jóga hjá henni. Ég iðkaði jóga hjá henni í mörg ár þar til ég ákvað að skella mér í jógakennarann til að læra meira. 
 
Ég er lærður Hatha og Vinyasa jógakennari. Hatha er mjúkt og rólegt jóga, Vinyasa krefst meiri styrks og þols en bæði kerfin snúast um að tengja líkama, sál og hug saman. Að stunda jóga hefur bætt líf mitt að svo mörgu leiti. Vonandi næ ég að hjálpa öðrum að upplifa það sama.
 

Ég ber andlega nafnið Hari Dev Kaur. 

Útskrifaðist sem kundalini jóga kennari árið 2014 og hef kennt jóga í jógastöðinni Andartaki og verið með jóga námskeið í nuddstöðinni Chakra í Kópavogi og víðar. 

Ég hef lokið tveimur framhaldsnámskeiðum í kundalini jóga og er eigandi fyrirtækisins Eilífðarsólar ehf. sem sérhæfir sig í jógaferðum og jóganámskeiðum.  Farnar hafa verið jógaferðir til Ítalíu með hópa frá árinu 2015 sem hafa mælst vel fyrir.

Ég heillaðist af hljómum og mætti gongsins og hef sótt fimm námskeið í gongspilun; hið fyrsta árið 2015 hjá Siri Gobal Singh, þrjú árið 2017 hjá Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur og Charlotte Bom og eitt hjá gongsnillingnum Mehtab Benton í Bandaríkjunum í mars 2018. Ég hef spilað á gong fyrir hópa frá árinu 2017, á Suðurnesjum og í Reykjavík.

Ég er 50 ára yogadís og fjallageit.  Ég lærði Smart flow yoga árið 2016 í San Francisco hjá Annie Carpenter, en hún er kölluð "The teacher of the teachers".  Smart flow er nútímaleg nálgun í yoga sem á rætur í Ashtanga yoga.  Ég kenni Ashtanga, vinyasa flow (jógaflæði).  Ashtanga er kraftmikið og líkamlega krefjandi jóga þar sem lögð áhersla á flæði, öndun og einbeitingu.  Tímarnir eru kröftugir og reyna á alla þætti líkamans.  Markmiðið er að auka liðleikann og efla stoðkerfið og virkja alla líkamasstarfsemina.  Yoga veitir okkur tækifæri að stíga út úr huganum og leita inná við í hjarta okkar.  Þættir sem byggjast á yoga eru öndun (pranyama) yogastöður (asana) einbeiting (dharana) hugleiðsla (dhyana) slökun og möntrur.

Ég kynntist jóga fyrir 10 árum þegar ég var í jógahópi hjá Bryndísi Kjartansdóttur með frábærum konum í 10 ár.  Þetta var frábært tímabil og Bryndís veitti mér innblástur í jóga. 

 

 

Kamilla Ingibergsdóttir býður upp á slakandi og endurnærandi kakóhugleiðslur.  KakóRó þar sem hugleiðsla, öndunaræfingar, tónlist og hjartaopnandi kakó frá Guatemala spila stórt hlutverk.  Einnig er hún með KaKó nidra tíma þegar sem kakóið og jógasvefn samtvinnast.  Ásamt því að bjóða uppá KaKó vinyasta tíma þar sem jóga og kókóið vinnur saman.  Tímar fyrir einkahópa eru í boði.
 
Kamilla Ingibergsdóttir er yogakennari RYT200, Reiki I og II heilari og hefur stundað yoga og hugleiðslu um árabil. Hún kynntist kakóinu frá Guatemala fyrst 2016 og hefur síðan farið fjórum sinnum til kakólands til að kynna sér krafta kakóplöntunnar betur og skipuleggur nú endurnærandi ferðir til San Marcos við Atitlan-vatnið. Kamilla hefur notað kakóið til að efla andlega og líkamlega heilsu, dýpka hugleiðslu og yogaiðkun en það hefur reynst henni dásamlegur hjálpari í gegnum ýmis verkefni í lífinu.
 
Kakóið sem Kamilla vinnur með er svokallað “ceremonial grade” kakó og er sannkölluð súperfæða. Hreint kakó inniheldur mesta magn magnesíum og andoxunarefna nokkurrar plöntu, er mjög góður náttúrulegur orkugjafi og ástardrykkur. Það inniheldur phenylethylamine (PEA), efni sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. PEA skerpir líka fókus og athygli. Anandamide, sem einnig er þekkt sem "the bliss chemical", er endorfín sem mannslíkaminn framleiðir til dæmis eftir líkamsrækt og hefur aðeins fundist í einni plöntu – Cacao Theobroma. Kakó inniheldur auk þess króm, theobromine, manganese, sink, kopar, járn, C vítamín, omega 6 fitusýrur og tryptophan svo eitthvað sé nefnt af þeim 1000 efnum sem kakóið inniheldur. Kakó ýtir undir framleiðslu á gleðiboðefninu sérótónín og lækkar streituhormónið kortisól.
Fjölmargar rannsóknir sem gerðar hafa verið, meðal annars við Yale og Oxford, staðfesta virkni kakóbaunarinnar og stöðu hennar sem heilsusamleg og heilsueflandi fæða.
Í menningu Maya fólksins í Mið-Ameríku hefur kakó og kakóplantan gegnt veigamiklu hlutverki í árþúsundir og hlotið nafnbótina fæða guðanna. Rekja má kakódrykkju 3800 ár aftur í tímann og því tími til kominn að þessi dásemdardrykkur rati til Íslands.
 
Kakóið frá Dalileo Chocolat kemur beint frá bónda, án milliliða, og er ræktað í Polochic dalnum í norðurhluta Guatemala. Kakóplantan vex í skugganum í regnskógum Guatemala og notast er við umhverfisvænar ræktunaraðferðir, með tilliti til orkusparnaðar, sjálfbærni og skógræktar.
 

Fésbókarsíða KaKó með Kamillu

 

Ég flutti til Íslands fyrir þrem árum.  Ég tala ensku en er að læra íslensku, en ekki orðin nógu klár í henni til þess að bjarga mér. 

Ég fæddist í Vukovar, Króatíu. Lærði all um ilmkjaranolíur í aroma academy in Zagreb, vann til fjölda ára við Adriana Spa Hotel í Hvar. 

Ég elska vinnuna mína og finnst fátt betra en að hjálpa fólki til þess að líða vel.

 

Ummæli

Ég hef prufað að fara í nudd á mörgum stöðum og ég er sjálf snyrtifræðingur og slökunarnuddari.

Þetta er það besta nudd sem ég hef farið í og mér leið alltaf vel, hún hugsaði alltaf um hvort ég hefði það notalegt. 

Vil hrósa henni, ég á eftir að koma fljótt aftur.

Kv Fanney Haraldsdóttir 

padding-top:0px