Gong Tímaflakk

GONG TÍMAFLAKK

Elín Rós og Húni.

Við ætlum að deila fallegri kvöldstund með þér í OM Setrinu, þar sem við byrjum á að opna okkur í rýminu, jarðtengjast og opnum hjörtu okkar saman. 

Við ætlum að nýta okkur mjög auðvelda tækni til að tengjast öðrum í rýminu með því að stíga vel út fyrir þægindaramman okkar og opna okkur og tengjast orkusviði annarra í rýminu.

Svo hefst tímaflakk, því við ætlum að kíkja í fyrra líf og hitta andlega leiðbeinandann eða verndareingilinn þinn. 

Við ætlum svo að enda tímann á stuttri hreifingu og góðri gong-slökun sem Elín Rós ætlar að leiða okkur í gegnum. 

Klukkan hvað: 20.15 – 23.00

Hvað þarf ég að koma með:

Komdu með bros á vör og opið hjarta tilbúin að upplifa nýja hluti. Komdu með eitthvað til að skrifa á og penna, því þegar við förum í tímaflakk verður það líkt og draumur sem þú gleymir fljótlega ef þú skrifar ekki niður upplifunina strax á eftir. Einnig er gott að koma með koddan þinn ef þú vilt hafa það extra kósý í slökuninni, eða kodda til að sitja á (það eru koddar og teppi á staðnum, en oft gott að hafa sitt eigið).  

Takmarkað Pláss.

Hvað kostar: 3.500 kr.

Hlökkum til að taka á móti þér fallega sál í Om setrinu og fara í ferðalag saman. 

Með ást og þakklæti, Elín Rós og Húni. ❤❤

Nánari upplýsingar

Námskeið hefst 10-12-2018 20:15
Námskeið endar 10-12-2018 23:00
Fjöldi 30
Skráðir 0
Available place 30
Lokað fyrir skráningar
30
Deila þessu með öðrum:
padding-top:0px