KaKó nidra

KaKó nidra
Kakó nidra
Klukkutími í hádeginu til að hlaða sig orku með þægilegum sitjandi æfingum, öndunaræfingum og yoga nidra, svokölluðum jógískum svefn. Hreint kakó frá Guatemala er drukkið í byrjun tímans en það er dásamlegur hjálpari til slaka á líkama og huga. 
 
Með iðkun yoga nidra er hægt að ná mjög djúpri slökun með fullri vitund, á dásamlegum stað á milli svefns og vöku. Þegar undirvitund okkar nær að aðskilja sig frá svefnástandi og ytri aðstæðum verður hún mjög kraftmikil og þar geta breytingar orðið. Yoga nidra getur losað um líkamlega, andlega og tilfinningalega spennu. Einn klukkutími af yoga nidra veitir hvíld á við fjögurra tíma svefn. Yoga nidra hefur meðal annars reynst vel í að draga úr streitu og bæta svefn. 
 
Kakó nidra kostar 2500 krónur. Takmarkað pláss er í boði og því nauðsynlegt að kaupa miða fyrirfram hér, https://tix.is/is/search/?k=cacao, eða með því að senda tölvupóst á kamilla@kako.is. ;
 
Kakóið sem við drekkum frá regnskógum Guatemala er svokallað “ceremonial grade cacao” og sannkölluð ofurfæða. Hreint kakó inniheldur mesta magn magnesíum og andoxunarefna nokkurrar plöntu, er mjög góður náttúrulegur orkugjafi og ástardrykkur. Hér má lesa nánar um kakó, https://kako.is/blogs/news/hvad-er-kako-1
 
Kakó nidra leiðir Kamilla Ingibergsdóttir yogakennari en hún hefur stundað yoga og hugleiðslu um árabil. Hér má lesa meira um Kamillu, https://kako.is/blogs/news/hver-er-kamilla-1
 

Nánari upplýsingar

Námskeið hefst 19-12-2018 20:30
Námskeið endar 19-12-2018 21:30
Fjöldi 25
Skráðir 0
Available place 25
Lokað fyrir skráningar
25
Deila þessu með öðrum:
padding-top:0px