Dekurstund með Rúnu

Dekurstund á laugardagsmorgnum með Rúnu.
Þessir tímar eru fyrir þá sem vilja næra líkama sinn og sálu jafnt og hjarta sitt og huga, fara inn á við og gefa sér kærleika og frið inn í komandi viku.
Löggð verður áhersla á alhliða vellíðan þína með heildrænni nálgun á þig sem sem andlega og veraldlega veru.
Tímarnir byggjast upp á íhugun, möntrum, mudrum, mjög mjúku jóga og djúpri hvíld.
Hver tími mun hafa sitt þema til íhugunar og hvert íhugunarefnið verður kemur í ljós í hverjum tíma fyrir sig.
ATH! TAKMARKAÐUR FJÖLDI ÞÁTTAKENDA!
Þar sem þetta verða opnir tímar þá þarf að skrá sig í hvern tíma fyrir sig.
Stakur tími 2.500kr
5. tíma kort 11.000kr
10. tíma kort 19.000kr
Skráning fer ENGÖNGU á runabtomasar@gmail.com
Rúna er ein af Om Seturs fjölskyldunni og hefur starfað þar frá upphafi Om Setursins að frátöldum 4 árum, sem hún varði í nám í Svíþjóð og á Spáni.
Rúna útskrifaðist úr jóga skóla Om Setursins í janúar 2021
Kundalini Jóga kennari haustið 2019 í Lightworker Akademy.
Einnig er hún heildrænn markþjálfi, heilari, andlegur kennari/leiðbeinandi, hugleiðslukennari og fl.

Nánari upplýsingar

Námskeið hefst 20-02-2021 10:00
Námskeið endar 20-02-2021 11:30
Fjöldi Ótakmarkaður