Hugsköpun

Hugsköpun er ný tegund hugleiðslu fyrir þá sem hafa ekki tími til að læra allt sem er í boði og síðan stunda það allt saman líka. 
 
Hugsköpun er leidd hugleiðsla þar sem þú jarðtengist og setur varnir utan um þig, því við víkkum vitundina handan stjörnukerfisins. Við losum gamla samfélgslega forritun, köllum til okkar þá framtíð sem við óskum okkur og endum á að kalla inn æðri mátt eða leiðbeinendur til að læsa inn ásetning okkar og virkja ljósið í okkur til sköpunar. 
 
Elsku fallega sál, komdu eins og þú ert og leyfðu 5 ára snillingnum í þér að koma út að leika, þú veist þessi 5 ára sem þorði að dreyma án takmarkanna. Förum í ferðalag saman í gegnum þessa hugleiðslu sem má segja að sé einskonar svissneskur vasahnífur í hugleiðslu, eða ein með öllu hugleiðsla fyrir nútíma fólk.
 
Komdu með eitthvað til að skrifa á og ef þú átt uppáhalds kodda til að sitja á, þegar við förum í gegnum hugleiðsluna. 
 
Það kostar 2.000 kr. tíminn og þú bara mætir og greiðir á staðnum.
 
Hlakka til að sjá þig. 
Ég elska þig og mundu að takmarkanir eru lærðar! 
Húni.

Nánari upplýsingar

Námskeið hefst 07-02-2019 20:15
Námskeið endar 07-02-2019 21:15
Fjöldi Ótakmarkaður
Skráðir 0
Lokað fyrir skráningar
Deila þessu með öðrum:
padding-top:0px