Qigong lífsorka Alhliða heilsubót Eflir jákvæðni og viljastyrk

Qigong lífsorka Alhliða heilsubót Eflir jákvæðni og viljastyrk
Qigong lífsorka fyrir þig - læra og njóta alla daga.  Alhliða heilsuefling og gleði.
 
Þorvaldur Ingi kennir og heldur fyrirlestur um Qigong lífsorkuæfingarnar hjá okkur í Om setrinu. Æfingarnar og hugleiðslan eru ein besta leiðin til að halda heilsu og lífsgleði. Þær losa um alla spennu, næra og styrkja hverja frumu líkamans, ásamt því að tengja okkur sterkt í "Núið" 
 Hér má heyra létt spjall á Rás 2 um Qigong lífsorku -  Andri vildi læra að anda :-D  http://www.ruv.is/spila/ras-2/siddegisutvarpid/20181102 
Umsagnir um líðan í lok námskeiðs: "Himnesk líðan " "Afslappaður í góðu andlegu jafnvægi" "Algjörlega slakur" "Rólegri, í meira jafvægi, jákvæðari ..." ♥ 
 
Qigong lífsorkuæfingar hafa verið stundaðar í Kína í yfir 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, hugleiðslu og hreyfingu. Æfingarnar opna allar orkubrautir og losa um andlega og líkamlega spennu.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur:
• Öðlist skilning á grunnvirkni Qigong lífsorkunnar.
• Geti gert og notið Qigong æfingakerfisins, sem nefndar eru Gunnarsæfingarnar. 
• Upplifi áhrifamátt æfinganna á hindrunarlaust orkuflæði og aukna lífsorku með reglubundinni ástundun.
 
Meðmæli frá frú Vigdísi Finnbogadóttur fv. forseta ... ,,Þorvaldur Ingi Jónsson býr yfir einstakri hæfni til að stjórna qigong æfingum af kunnáttu, festu og þeirri persónulegu útgeislun sem þær krefjast. Mér er af eigin reynslu ljúft að mæla með Þorvaldi Inga sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa huga á að kynna sér Qigong til að viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu".
 
Á námskeiðinu verður boðið upp á létta hressingu. 
Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi: 
Kl. 12:30  Stutt kynning á áhrifamætti Qigong. 
Æfingarnar kenndar og sagt frá áhrifum þeirra á andlegt 
og líkamlegt heilbrigði. 
Kl. 14:30 Kl. Fyrirlestur um Qigong, söguna og lífsmátann
Kl. 15:30 Qigong æfingakerfið framkvæmt í heild sinni.
Kl. 16:45 Námskeiðslok 
Verð 12.000 kr.  ( Ath. flest stéttarfélög og fyrirtæki styrkja  heilsueflingu). 
ATH! þeir sem eru skráðir á Qigong 4 vikna námskeið fá þetta námskeið á kr 10.000

Nánari upplýsingar

Námskeið hefst 02-03-2019 12:20
Námskeið endar 02-03-2019 16:45
Fjöldi Ótakmarkaður
Skráðir 0
Lokað fyrir skráningar
Deila þessu með öðrum:
padding-top:0px