Yoganámskeið með Brynju

3 vikna Yoganámskeið, 4.-21. desember 2018 
Verð: kr 15.000 og kr 3.000 fyrir stakan tíma -ATH! kr 12.500 fyrir námskeiðið ef greitt er fyrir 01.12
Skráning staðfest með að leggja inn á reikn:
#0513-26-2114
kt. 1909903119
 
Brynja Bjarnadóttir, Yogakennari, mun vera með sitt fyrsta Yoganámskeið í OM setrinu n.k. desember, fyrir byrjendir sem lengra komna. Námskeiðið mun vera að hætti Hatha Yoga fræðinnar. Hatha Yoga, eða heilsuyoga, lítur á mannslíkamann sem heildræna mynd með áherslu á átta limi Yogaæfingarinnar. Asana æfinginn, sem er einn limur af átta, samanstendur af Vinyasa og Asthanga Yoga. Vinyasa Yoga þýðir að hver andardráttur færir þig úr eina stöðu í aðra í svokallað flæði þar sem Pranyama (öndun) er höfð að leiðarljósi. Asthanga Yoga er sería af ákveðnum Yogastöðum eða kerfi sem byggir á 6 seríum. Ávinningur af Hatha Yoga er að hver og einn getur farið með æfinguna sína og skilning á Yoga á hærra plan ásamt því að finna gott jafnvægi í líkama og sál. 
 
Bio:
Bynja Bjarnadóttir '90, útskrifaðist sem Yogakennari (RYS 200) sumarið 2014 frá Hawaii, Maui Yoga Shala. Hún kynntist Yoga að alvöru árið 2011 og hefur stundað það síðan, ásamt því að tileinka sér lífstíl og hugsunarátt þess. Brynja æfði fótbolta frá unga aldri en var svo fyrir því óláni að lenda í alvarlegum hnémeiðslum. Við tók endurhæfing og mældu sérfræðingar með því að ekki væri æskilegt að stunda hlaup eða samskonar hreyfingu. Með Yoga hefur hún náð sér á strik og fundið gríðarlegan ávinning af. Frá útskrift steig hún sín fyrstu skref í Yogakennslu í Sporthúsinu RNB. Ári síðar hóf hún störf hjá World Class. Árið 2015 útskrifaðist Brynja með BSc í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri og hóf svo viðbótarnám í Geðhjúkrun í Háskóla Íslands sama ár. Brynja hefur því reynslu af vinnu á geðsviði og notaði Yoga í meðferð skjólstæðinga sinna. Þar var hún partur af spennandi verkefni Batamiðstöðvarinnar sem er úrræði á Kleppspítala. Miðstöðin sameinar hreyfingu og afþreyingu þjónustuþega Klepps á einn stað. Í dag ferðast Brynja víðsvegar um heim, og einnig hér á landi með Yoga vinnustofur, Yoga retreat, ásamt því að vera með kennarastöðu á Hawaii þar sem hún er einn af kennurum Yogakennarnáms í Maui-Yoga Shala. Í desember 2018 verður hún loksins með sitt fyrsta námskeið í OM setrinu í heimabæ sínum RNB.

Nánari upplýsingar

Námskeið hefst 13-12-2018 18:45
Námskeið endar 13-12-2018 20:00
Fjöldi 28
Skráðir 0
Available place 28
Lokað fyrir skráningar
28
Deila þessu með öðrum:
padding-top:0px