Kundalini jóga er stundum kallað móðir alls jóga. Það er markvisst jógakerfi með eflandi jóga- og öndunaræfingum, hugleiðslu, möntrum og slökun.
Unnið er að því að því að lyfta orkunni upp, bæta jafnvægi orkustöðva og víkka vitund okkar. Kundalini jóga hentar bæði byrjendum og jógaiðkendum sem hafa reynslu af öðrum tegundum jóga. Með því að ástunda kundalini jóga getum við styrkt taugakerfið, innkirtlakerfið og ónæmiskerfið og komið jafnvægi á líkama, huga og anda. Við verðum sveigjanlegri og styrkjum bæði líkamlegt og andlegt úthald fyrir lífið sjálft. Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajans samanstendur af æfingum eða stöðum (asana), með ákveðinni öndun (pranayama) handa- og fingrastöðum (mudra), líkamslokum (bandha), tónun (mantra) og íhugun (meditation), saman eða í ákveðinni röð til að skapa ákveðin áhrif.
„Kriya“ er æfing eða sería af æfingum sem hafa í heild sinni meiri áhrif en samanlagðir hlutar hennar.