padding-top:0px

Jóga nidra


Jóga nidra er mjög öflug, ævaforn, hugleiðslu aðferð sem á upptök sín í gömlum jóga handritum. 

Jóga nidra er leidd djúpslökun, auðveld leið til að ná dýpsta stig hugleiðslu sem hefur djúpstæð áhrif til heilunar, losar um streitu og bætir svefn. Umbreytir neikvæðu hugsanamynstri og skapar meira jafnvægi og sjálfsöryggi. Jóga nidra er góð leið til að losa um streitu og spennu sem fylgir oft okkar lifnaði í dag. Margar rannsóknir benda okkur á að streita er stór orsök margra sjúkdóma t.d. meltingatruflana, þunglyndis, kvíða og bólgum í líkamanum. Með því að stunda jóga nidra nærðu andlegu jafnvægi, Þar getur líkaminn náð að heila sig og hugurinn að núllstilla sig. Talið er að 30 mín jóga nidra geti verið á við 4 tíma svefn. Jóga nidra er mjög áhrifarík iðkun, það eina sem þú þarft að gera er að hlusta og slaka. Þú liggur á dýnu með teppi og púða og lætur fara vel um þig í heitum og notalegum sal hjá okkur í Om setrinu. Þú nýtur leiðsagnar sem leiðir þig inn í djúpa kyrrð innra með þér. Eina sem þú tekur með þér er þinn eigin ásetningur sem fær að vaxa og dafna. Jóga nidra er gott fyrir alla, konur og karla, unga sem aldna. Allir þeir sem vilja ná meiri árangri hvort sem það er líkamlega eða andlega í starfi eða heilsu. 

Anda-finna-sleppa-njóta.

Sleppum tökum á hugsunum okkar.

Deildu með þínum