padding-top:0px

Hatha jóga

J

óga líkamsrækt, eins og við þekkjum í dag, byggist mestmegnis á Hatha jóga en það er aldagamalt heildstætt kerfi til að rækta líkama og sál.

Misjafnt er hversu djúpt fólk vill fara í sinni iðkun, sumir nota jóga til að slaka betur á, aðrir til að styrkja líkamann og enn aðrir fara eftir siðfræði jógans að öllu eða einhverju leiti.

Hér er stutt útskýring á þeim 5 aðalleiðum sem fjallað er um í jóga.

Gnana jóga = allt er blekking – meginmarkmiðið er að þekkja sjálfan sig, nota neti neti (ekki þetta, ekki þetta) til að komast að kjarnanum – kjarninn er það sem varir að eilífu.

Karma jóga = Markmið karma jógans er að vera athafnasamur í lífinu en um leið frjáls frá afleiðingum gjörða sinna. Karma jóginn leggur sig fram við að vera verkfæri Guðs og farvegur fyrir ljósið. Hann starfar stöðugt í samhljómi við sinn æðri mátt og lifir í takt við orðin ,,Verði þinn vilji, ekki minn.”

Bhakti jóga = Tilbeiðslu jóga – stundum kallað kærleiksjóga því það elur á tilfinningum mannsins. Mikið farið með bænir, iðkað hugleiðslu og tilbiðja Guð í öllum myndum. Munurinn á trúarbrögðum – jóga snýst um hugljómun einstaklingsins. Umburðarlyndi gagnvart sjálfum sér og öðrum er lykillinn að ástundun Bhakti jóga.

Raja jóga (Ashtanga jóga) = Hið konunglega jóga eða áttlima jóga. Átta limirnir eru Yama (sjálfstjórn), Niyama (Sjálfsagi), Asana (líkamsstaða), Pranayama (stjórn lífsorku – öndunaræfingar), Pradyahara (stjórn skynfæra), Dharana (einbeiting), Dhyana (hugleiðsla) og Samadhi (hugljómun).

Hatha jóga  = Ha þýðir sól og tha þýðir tungl. Hatha jóga samanstendur af Yama og Niyama (siðfræðinni), asana (líkamsstöðum), pranayama (stjórn á andardrætti) og og shat krias (6 hreinsunaraðferðir).

Vafalaust þekkja margir fjöldamargar aðrar tegundir jóga en flestar þeirra hafa þróast og orðið til á síðustu árum í Vestrænum ríkjum.

Deildu með þínum