Shake your soul er jógadans þar sem lagt er áhersla á að njóta sín í dansi við skemmtilega tónlist, jafnframt því að njóta sín í eigin líkama. Þú þarft ekki að vera búin að æfa dans til þess að taka þátt, hver og einn finnur sinn innri dansara og fylgir honum. Þetta er tilvalin skemmtun fyrir folk á öllum aldri.
Ágústa Hildur og Álfhildur eru báðar með kennararétindi í jógadansi. Viltu gera eitthvað öðruvísi, óvissuferð, gæsapartý, fyrirtækjafjör. Við tökum að okkur hópa sem hafa áhuga á að prófa eitthvað nýtt.
Njótum lífsins, dönsum, skemmtun fyrir fólk á öllum aldri.