Aerial jóga losar um spennu í hrygg öxlum og mjöðmum, með að gefa eftir inn í slæðuna og leyfa þér að sökkva inn í stöðuna þá losar þú um spennu og streytu. Aerial jóga vinnur á einbeitingunni, jafnvæginu og miðjunni (magasvæðinu). Þú kemur til með að finna fljótt mun á styrkinum. Við förum út fyrir þægindahringinn með að snúa okkur við þar sem að fætur snúa upp og höfuð niður. Því meira sem að við gefum eftir, þess meiri losun finnur þú fyrir upp hrygginn. Ótrúlega skemmtileg nálgun á mjög öflugu jóga.
Aerial jóga losar um spennu
VARÚÐARRÁÐSTAFANIR OG SKILYRÐI Æskilegt er að ráðfæra sig við lækni áður en farið er að stunda nýjar íþróttir til þess að athuga hvort þær séu við hæfi fyrir þig. Í fyrstu tímum er eðlilegt að iðkendur geti fundið til óþæginda í sumum stöðunum á meðan líkamaninn aðlagast og venst þrýstingnum frá slæðunni. Eftir nokkra tíma dregur úr óþægindunum.
Ekki er ráðlagt að æfa á fullum maga. Vinsamlegast látið kennara vita ef þið glímið við meiðsli af einhverju tagi eða sjúkdóma Haltu áfram að æfa !
Að vera aumur eftir æfingar er fullkomlega eðlilegt.
Því meira sem þið æfið því betur mun ykkur líða.
AÐ FARA Á HVOLF
Vinsamlegast látið kennara vita ef e-h að þessu á við um þig svo hægt sé að taka tillit til þess við æfingarnar.
Gláka.
Nýlegar skurðaðgerðir.
Hjartasjúkdómar.
Þeir sem eru á lyfjum við of háum eða lágum blóðþrýstingi.
Nýleg höfuðmeiðsl.
Beinþynning.
Yfirlið.
Sinaskeiðabólga.
Alvarlega liðaligt.
Heilablóðfall nýlega.
Heila- og mænusigg.
Botox (innan við síðustu 6 klt.)