padding-top:0px

Svæðameðferð

S


væðanudd er mjög slakandi en einnig áhrifaríkt nudd til að auka vellíðan, orkuflæði og jafnvægi.  Nuddið gagnast vel til að vinna á hinum ýmsu kvillum, bæði í stoðkerfi og innri líffærum.   


Svæða- og viðbragðsfræði er meðferðarform þar sem sérstakri nuddtækni er beitt á fætur til að hafa áhrif á tiltekna líkamsstarfsemi.  Í svæðameðferð er líkamanum skipt kerfisbundið í ákveðin svæði sem síðan eru kortlögð á fótum sem áhrifasvæði. Með því að þrýstinudda þessi áhrifasvæði næst fram örvun eða slökun á tilteknum stöðum í líkamanum.  Svæðameðferð byggir á þeirri kenningu að sérhvert líffæri og líkamssvæði eigi sér samsvörun í áhrifasvæði á fótum. Sama gildir um hendur, allur líkaminn á sér áhrifasvæði á höndum.

Svæðanudd er öflug meðferð við ýmiskonar verkjum og kvillum.

Deildu með þínum